fimmtudagur, september 21, 2006

Life must go on

Jæja. Vegna fjölda áskoranna úr öllum áttum, líklegum jafnt sem ólíklegum, hef ég ákveðið að halda þessu frábæra bloggi áfram þrátt fyrir hrakfarir í byrjun þessa skrifa.

Það markverðasta sem er í fréttum dagsins er enn ein tilskipun jakkafataspaða og stuttpilsnagæra ráðuneytanna til að sporna við ofveiði rjúpunar. Núna má ekki veiða mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Frábært. Maður er alveg hættur að botna í þessu. Núna hafa þrjár gærur reynt að hafa áhrif á rjúpnastofninn. Fyrst var það sjúkraþjálfarinn af Nesinu sem boðaði friðun í þrjú ár. Því næst prestfrúin sem heimilaði veiðar aftur eftir tveggja ára friðun og nú síðast löghlíðna konan kennd við Bjartmarz. Ok, fækkun veiðidaga gott og gilt, en mergurinn málsins er sá að þeir sem ætla sér að veiða 300 rjúpur veiða 300 rjúpur. Þetta eru atvinnumenn og gera ekkert annað. Mín skoðun er sú að það átti að virða veiðibannið í þessi þrjú ár og endurskoða þá hvað gera skyldi.

Ég mun örugglega reyna að ná í mínar tvær líkt og í fyrra og þá á getur konan haldið hátíðleg jól með fjórum rjúpum................

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home