laugardagur, september 23, 2006

Dagurinn í dag

Í dag fer fram blóðug barátta á döggvotum sparkvöllum landsins. Lokaumferð Landsbankadeildarinnar fer fram þar sem spennan er mest í botnslagnum. Víkingar eiga heimaleik gegn Akurnesingum kl. 14:00 og þurfa í það minnsta stig til að halda sér í deildinn og hef ég fulla trú á að þeim takist það. Hvet ég því alla sem á tittlingi geta haldið að leggja leið sína í Víkina í dag enda útlit fyrir fallegt veður í Dalnum í dag.

Ég las í Blaðinu í morgun að hér á landi hafi verið starfrækt "leyniþjónusta" á árunum 1948 til 1978 án lagaheimilda. Og ekki alls fyrir löngu voru fréttir þess efnis að hér hafi verð stundaðar símahleranir á tímum kalda stríðsins. "Leyniþjónustunni" var víst komið á í valdatíð Bjarna Ben. Núna tæpum 60 árum síðar er herinn farinn. Og til stendur að auka heimildir yfirvalda til símahlerana og hugmyndir eru uppi um stofnun sérstakrar þjóðaröryggissveitar og styrkingu sérsveitar lögreglunar. Allt undir vökulu auga Björns Bjarnasonar.
Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home