Dagurinn í gær
Víkingur hélt sæti sínu í Landsbankadeildinni og Liverpool hafði sigur í ensku úrvalsdeildinni.
Maður fer nú ekki fram á meira. Ég hef sennilega aldrei orðið vitni að öðrum eins fagnaðarlátum eftir að hafa náð í stig í knattspyrnuleik. Kampavínið og bjórinn flaut út úr klefanum í orðsins fyllstu merkingu.
Um leið og ég óska öllum Víkingum til hamingju með áframhaldandi veru í efstu deild ætla ég að seigja skilið við meistaraflokkinn og hætta afskiftum af þessu tuðrusparki. Liðið er komið á þann stall sem ég óskaði alltaf og læt þar við sitja. Takk fyrir mig.
Ég óska öllum strákunum í liðinu bjartrar framtíðar en ég mun syngja Barfly í stúkunni næsta sumar þ.e.a.s. ef vinur minn Baddi Hall verður ekki komin með annan slagara fyrir þann tíma.
Snillingar.
Efnisorð: September 2006
1 Comments:
Þetta er að virka.
Ef fleiri vilja leggja eitthvað til málanna þá hakið við Anonymous
Skrifa ummæli
<< Home