
Já, það skiptast á skin og skúrir í lífinu. Í síðustu færslu minni var ég bölvandi og ragnandi yfir sjónvarpsdagskrám sem boðið er upp á í þessu landi. Ég er nú ekki mjög trúaður maður en stundum þegar öll sund virðast lokuð sækir maður í barnatrúna. Það var einmitt það sem gerðist. Ég hef verið bænheyrður. Ég hef tekið gleði mína á ný því nú skiptir ekki máli hvaða lágmenningu hinar frjálsu stöðvar á fákeppnismarkaði hafa fram að færa. Nú eru fimmtudagskvöld þau kvöld sem skipta máli í lífinu og allt annað er bara sorp. The Sopranos VI er mættur á skjáinn ásamt öllum sínum smákrimmum og hjásvæfum í sjónvarpi allra landsmanna og það án auglýsingahléa. Maður er víst búin að greiða fyrir þau með afnotagjöldunum og því tel ég að þau eigi fyllilega rétt á sér. Ekki veit ég hvort Drottinn sjálfur sé jafn mikill aðdáandi þessa bófaflokks í NY og ég en það sannaðist hið fornkveðna að Drottinn blessar heimilið og sjónvarpið líka. Þessi sería fer vel af stað þótt Tony sjálfur hafi átt undir högg að sækja í lok þessa fyrsta þáttar. Þetta er tær snilld.
Kæru vinir og vandamenn. Ekki koma í heimsókn á fimmtudagskvöldum í vetur.
Ég verð upptekinn.
Efnisorð: September 2006
2 Comments:
Rockar
Mun hringja og halda þér uppi á snakki næsta fimmtudagskvöld. Mamma
Skrifa ummæli
<< Home