
Í dag fyrsti afmælisdagur Ólivers Gísla. Drengurinn er orðinn eins árs og leikur við hvern sinn fingur. Hann er afar hændur að eldri systur sinni og sækist einkum í að tæta í herberinu hennar. Fyrir svona lítinn snáða er það ævintýraland þó þar sé allt í bleikari kantinum. Ég geri mér vonir um að hann átti sig fyrr en síðar á þessu og komi ekki til með að spila í rangstöðunni með hinu liðinu á fullorðins árum. Án allra fordóma þá er það nú samt þannig að það eru engir hommar í minni ætt eins og karl faðir minn orðaði það alltaf. Haldið verður upp á atburðinn yfir grilluðum borgurum í Arnarásnum í kvöld. Ekki verður tekið á móti bleikum gjöfum.
Afmæliskveðja,
Þorri.
Efnisorð: Júní 2008
1 Comments:
Hann er lifandi ósköp skemmtilegur og skapgóður og er einn af fáum í fjölskyldunni, sem var farinn að ganga fyrir afmælið sitt. Afkomendur Óla og Sigrúnar voru líka mjög fljót að ganga, 9 mánaða minnir mig. Til hamingju með Óliver Gísla!Amma grey
Skrifa ummæli
<< Home