þriðjudagur, júní 10, 2008

Ykkur til fróðleiks

Hér er óbærileg skítafíla. Það er ekki komið hádegi og Óliver Gísli er búinn að gera í brækurnar tvisvar sinnum. Hann er reyndar veikur núna og ég er á morgunvaktinni. Ég hef lúmskan grun um að móðir hans gefi honum ansi duglega af hægðarlosandi á dagvaktinni mér til gremjunar. Alla vega er ógrynni af rúsnínum sem skila sér gegnum meltingarveginn á aumingja drengnum. Kannski ekki nema von að honum batni ekki.

Kveðja,
Kúkalabbi og Skítalabbi

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home