þriðjudagur, maí 20, 2008

Bræðingur dagsins

Það er um fátt annað rætt um þessa dagana en grunnhyggin mótmæli Magnúsar Þórs Hafsteinssonar við móttöku 60 flóttamömnnum frá Írak, konum og börnum, til Akraness. Mér finnst þessi maður alveg milljón, hvursu ómanneskjulegur getur maðurinn orðið? Þetta er flóttafólk sem á enga framtíð í sínu landi og er gefið tækifæri á að hefja nýtt líf á Íslandi. Það væri bara hreinn og beinn dónaskapur að segja nei við því að taka við þessu fólki. Annars fæ ég ekki betur séð en að þetta gæti verið kærkomið tækifæri til að fá nýtt blóð í fótboltann á Skagann. Þórðarson-ættinn er á undanhaldi í boltanum að mér sýnist og hver veit nema í þessum hópi flóttafólks leynist nýtt kyn sem mun halda merki fótboltans á Skipaskaga uppi næstu 50-60 árin.

Talandi um bolta þá er vert að geta þess að ég hef tekið fram skóna aftur. Old boys æfingar hjá Víkingum er hafnar þessa vertíðina. Við æfum bara einu sinni í viku til að fyrirbyggja ofþjálfun. Þetta er bara eins og að byrja að hjóla aftur - það gleymist ekki.

Guðný bauð Dúddu í púddu í kvöldmatinn í gær sem er svo sem ekki í frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Dúdda færði húsbóndanum á heimilinu bjór yfir kvöldfréttunum. Alveg til fyrirmyndar það. Ég er alltaf að komast betur og betur að því að eldri systirin hefur fengið vandaðra uppeldi en sú yngri.

Kveðja,
Þorri.

Efnisorð:

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Guðný mundi örugglega færa Braga ölkollu í sömu aðstæðum. Ansa þvi ekki að yngri systkini fái lakara uppeldi en hin eldri nema síður sé!! Segi nú ekki meira um það. Kveðja, mamma

miðvikudagur, maí 21, 2008 3:25:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home