laugardagur, apríl 26, 2008

Sauðnaut vikunnar

Ágúst er lengst til hægri. Við hlið hans stendur Sturla Jónsson.
Mynd Vísir.

Suðnaut vikunnar er Ágúst Fylkisson. Hann vann það sér til "frægðar" að gefa löggu á kjaftinn í mótmælum vörubílstjóra í vikunni. Aumingja maðurinn á sér engar málsbætur fyrir athæfi sitt og á senn yfir höfði sér fangelsisdóm verði hann ákærður og fundinn sekur fyrir heimskupör sín. Mótmælin hafa að mínu mati snúist í andhverfu sína eftir atburði síðustu daga um leið og vörubílstjórar hafa gleymt að halda því nægilega vel á lofti hverju þeir eru að mótmæla. Vörubílstjórar sóru manninn af sér og sögðu hann ekki talsmann þeirra og væri ekki á þeirra vegum. Annað hefur komið á daginn og almenningur hefur ekki lengur samúð með aðgerðum þeirra. Myndin talar sínu máli.

Kv
Þorri.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home