Guðný spurði mig að því fyrir nokkrum dögum síðan hvort ég tryði á líf eftir dauðann og hvort ég óttaðist dauðann. Ég hef reyndar oft og mörgum sinnum velt þessu fyrir mér. Hver hefur svo sem ekki gert það? Svar mitt byggðist á þessum vangaveltum mínum í gegnum tíðina og var á þá leið að ég tryði á líf eftir dauðann. Ástæðan er sú að mér er lífsins ómögurlegt að hugsa til þess að þegar maður er dáinn sé maður EKKERT. Hvorki líkami né sál og engin tilvera til staðar. Það er óhugsandi. Ég trúi því að sálirnar hittist fyrir á hverju tilverustigi sem maður lifir á jörðinni og fái því tækifæri til að hitta sína nánustu sem horfnir eru sömu leið. Þá trúi ég því að maður endurfæðist á næsta tilverustigi einhvern tímann seinna. Þessu trúi ég af því leiðir að svarið við seinni spurningu Guðnýjar er að ég óttast ekki dauðann. Sé þetta þessi kenning mín ekki rétt þá er því öfugt farið.
Svo einfallt er nú það.
En hver veit?
Kveðja,
Þorri.
Efnisorð: Maí 2008
2 Comments:
Hvernig sem þetta er , Þorri minn, þá eru allir á sama báti og mér er ekki vandara um en öðrum. Þessvegna reyni ég að leiða sem minnst hugan að því. Kveðja mamma. PS: Verst með Liverpool í fyrradag, en lítið við því að gera, nema spýta í lófana
Til hamingju með daginn og með allar viðurkenningarnar, sem þér hlotnuðust á þessum afmælisdegi Víkings.Starfið og keppnin á yngri árum kostaði oft blóð, svita og tár en oft líka mikla ánægju, gleði með háværum partýum, sem ég var nú því miður ekki þátttakandi í. Ógleymanlegt var samt þegar þið komust upp í meistaradeild á síðustu mínútu.Þá man ég að hafa hlaupið inn á völlinn í Víkinni þó draghölt væri.Og Guðný beið í símanum á Spáni villi vonar og ótta. Það var nú þá. Kveðja mamma
Skrifa ummæli
<< Home