Í gær gerðist það að Sinisa Valdimar Kekic var látinn taka poka sinn í Víkinni. Þjálfarinn gat víst ekki treyst honum til frekari starfa enda andað köldu þeirra á milli undanfarna mánuði. Ég tel þetta farsæla lausn eins og staðan er í dag og vona að þetta þjappi hópnum saman fyrir næsta leik. Ég er samt enginn sérstakur aðdáandi Tollefsen og leikstílnum sem hann beitir. Liðið er að spila leiðinlegan bolta og ekki árangursríkan enn sem komið er. Ég var ekki ánægður með það að fá Kekic til liðs við okkur á sínum tíma. Taldi hann ekki rétta manninn til að byggja upp liðið til lengri tíma burt séð frá hæfileikum hans inni á vellinum. Enda kom það í ljós. Liðið féll og því hefði betur farið svo að yngri leikmenn félagsins hefðu fengið fleiri tækifæri til að öðlast reynslu sem þá sárvantar nú eftir gengdarlausa bekkjarsetu undanfarin tvö ár. Nú er þeirra tími komin.
Svo er það hann Gaui Þórðar. Hvað gengur manninum til að koma með svona málflutning um bakherbergisfundi hjá dómurum KSÍ gegn ÍA. Hafi hann óvíkjandi sannanir fyrir þessu ætti hann að greina frá þeim. Auk þess átti hann að gera það strax og hann hafði sannanir fyrir því en ekki að bíða með að koma með svona sprengju eftir tapleik þar sem honum fannst á sig hallað og einstaka leikmenn liðsins í dómgæslunni. Held hann sé manískur að því leiti að hann heldur að allir séu á móti sér.
kv.
Þ.
Efnisorð: Maí 2008
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home