sunnudagur, október 01, 2006

Steinarnir gráta og hlæja.

Dagurinn sem nú er nýlega genginn til viðjar var að mörgu leiti merkilegur. Ekki sökum þess að sjónvarpið hafi átt fertugsafmæli ásamt Guðlaugu Úlfarsdóttur þó ég óski þeim báðum til hamingju með afmælið. Ekki vegna þess að nú er 55 ára veru bandarísks herliðs hér á landi liðið fyrir fyrir lok. Og ekki af því að Liverpool tapaði fyrir Bolton í enska boltanum, og hvað þá vegna þess að ég svaf út í morgun. Nei, þetta eru allt frekar ómerkilegir og hversdagslegir atburðir sem hafa enga merkingu í tímans tómi. Núna skildi ég að þolinmæði er dygð og því ætla ég að vera þolinmóðari í garð dóttur minnar. Hún á það svo sannarlega skilið.
Haustið hefur jafnan verið okkar tími og það sannaðist enn og aftur í kvöld.
Góða nótt.

Efnisorð: