sunnudagur, júlí 13, 2008

13. júlí - Hundadagar hefjast

Í dag er upphaf hundadaga. Það er tímabilið frá 13. júlí til 23. ágúst. Pabbi sagði þetta alltaf vera besta tímabil ársins. Ef að hann væri á lífi þá ætti hann 74 ára afmæli í dag blessaður. Mín tærasta minnig um pabba er ég var lítill snáði var að hann tók mig í bóndabeygju, stakk skeggugu andlitinu í hálsakotið á mér og sagði "villtu skegg, villtu skegg".

Til hamingju með daginn pabbi minn.
Í dag er ég með skegg!

Kveðja,
Þorri.

Efnisorð:

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vonandi kunna jafn margir að meta þitt skegg og pabba þíns. Manstu hvað þú hlóst innilega þegar pabbi þinn kom skegglaus úr sumarfríi okkar í Írlandi árið 1989? Mér finnst alskegg alltaf vera traustvekjandi. Nokkrir erfiðleikar í dag? Takk fyrir síðast, gott að hittast öll. Kveðja, mamma

mánudagur, júlí 14, 2008 6:21:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home