föstudagur, júlí 04, 2008

Sumarfrí


Þá er fjölskyldan í Arnarásnum að fara í sumarfrí. Förinni er heitið í sumarhús Actavis í Brekkuskógi. Þar verðum við í vellistingum alla næstu viku. Reyndar þarf kallinn að fara og færa björg í bú þriðjudag til fimmtudags. Við Villi, Bragi og Hallur ætlum að grysja aðeins Veiðivötnin. Þetta er árviss ferð með þessum gamlingjum og þar má engan mann missa frekar en fisk. Allir eru við hesta heilsu þó svo að Kolbrún Þöll hafi þurft að gista eina nótt á spítala í síðustu viku. Það var bara minniháttar yfirlið og krampi sem vonandi þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af. Hún fer í frekari rannsóknir seinna í mánuðinum. Hún hefur sjaldan verið eins orkumikil og þótti okkur þó nóg um fyrir. Óliver Gísli er hinn kátasti og gengur og gengur líkt og Reynir Pétur hér um árið. Guðný stjórnar heimilinu eins og hershöfðingi og sjálfur er ég bara ágætur.


Þrykkti inn nýjum myndum í albúmið. Njótið vel.

Sumarkveðjur,

Þorri og Co.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home