þriðjudagur, júlí 29, 2008

Ysti-Skáli


Að undanförnu hafa staðið áframhaldandi endurbætur á Ysta-Skála. Nú er búið að klæaða allt húsið að utan og einangra. Búið er að skipta um þak og einungis er eftri að ganga frá flasningum á hornum og einstaka gluggum. Þetta er búið að vera heljarinnar vinna en við frændur með Níls í eldhúsinu höfum gert þetta með stóískri ró eins við eigum kyn til. Bærinn er hefur tekið stakkaskiptum eins og sjá má.
Mamma kom í eftrilitsferð um helgina og lagði fram fyrri part sem nefnist "Í kreppunni 2008" sem ég botnaði.

Gott er að lesa ástaróð
ef í nauðir rekur.
Eða elskast af lífsinsmóð
að í fjöllunum undirtekur.

Kveðja,
Þorri.

Efnisorð:

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

og eiga í bakhönd bjartan sjóð
sem burtu sorgir hrekur.

sunnudagur, september 28, 2008 3:16:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home