sunnudagur, ágúst 31, 2008

Veiðitímabilið 2008

Góðan daginn bændur og búalið.
Ég hafði af því spurnir að því að lesendur þessarar síðu hefðu miklar háyggjum af því að ég væri hættur að skrifa hér inn eittthvað misgáfulegt. Svo er þó ekki. Sjálfur hef ég verið upptekinn við að veiða og skipuleggja fyrir veiði haustið. Gæsatímabilið er hafið og öndin hefst á morgun. Við Pétur fórum í aldeilis góðan túr um daginn og lönduðum 18 löxum í Tungufljóti. Þá fórum við einnig á heiðagæs en það gekk ekki eins vel og náðum einungis að murka lífið úr einni gæs. Í gærmorgun fór ég aftur í Tungufljótið og náði í tvo til viðbótar í soðið. Framundan er margt í pípunum. Hugsanlega verður farið á Ysta Skála um næstu helgi og rennt fyrir silung og skotin önd ef frúin leyfir. Svo er framundan laxveiðiferð í Langadasá með betri helmingi matarklúbbsins Auminar. Þá er fyrirhuguð gæs fyrir norðan seinnipart september og í Landeyjunum fram á haust. Þetta er skemmtilegasti tími ársins að mínu mati. Meira um það síðar.

Allir eru hér nánast við hesta heilsu. Guðný er með lúngnabógu og Óliver Gísli búinn að vera veikur. Hann er byrjaður í leikskóla og Kolbrún Þöll í skólanum. Sjálfur hef ég ekki tíma til að verða veikur eins og pistillinn gefur vísbendingar um.

Kær kveðja,
Veiðimaðurinn.

Efnisorð:

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Í mínu ungdæmi var lungnabólga álitin hættulegur sjúkdómur, en það hefur greinilega breyst. Klæddu þig samt vel þegar þú liggur einhversstaðar á víðavangi í ljósaskiptunum hreyfingalaus með byssu undir kinn. Vona að öll fyrirhöfnin skili tilætluðum árangri. Kveðja, Mamma gamla

fimmtudagur, september 04, 2008 9:35:00 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home