mánudagur, ágúst 04, 2008

Sælan búin

Þá er sumarfíið á enda runnið. Síðasti spretturinn ver tekinn núna um verslunarmannahelgina norður í Fljótum.. Þar dvöldum við í góðu yfirlæti hjá Önnu Guðnýju og Guðmundi ásamt nokkrum í matarklúbbnum Auminar. Veðrið lék við okkur og margt gert til dundurs s.s. síldarævintýri og tívolí á Siglufirði, farið á hestbak, róið eftir fisk, farið í berjamó, hoppað á trambólíni og sveitaball með Geimundi Valtýrssyni svo fátt eitt sé nefnt. Vinna hefst aftur á morgun eftir alla sæluna.

Uppfærði myndalbúmið frá liðinni helgi.

Kv.
Þorri og co.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home