þriðjudagur, október 10, 2006

Allt verður einhvern tímann fyrst


Ég hef nú ekki verið þekktur fyrir að vera heitur í pólitík og skipt mér mikið af henni þó ég hafi oft á tíðum stutt við bakið á Denna, Dóra og Sif eftir að hún klæddist leðrinu. En á laugardaginn sl. var ég beygður til þess að mæta til Íhaldsins sökum mægðar. Seint átti ég von á því og ég vona að móðir mín fyrirgefi mér það. Þannig var að fyrrum samherji minn úr Fram og núverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins var að opna kosningaskrifstofu vegna prófkjörs fyrir komandi þingkosningar í vor. Þetta var allt á léttu nótunum þarna og Halldór Blöndal var meira að segja fyndinn og tengdamamma bakaði vöfflur í hirðina. Mér var nú ekki meint af þessari heimsókn, alla vegna ekki enn sem komið er. Sigurður Kári er skemmtilegur og ákveðinn maður með sjálfstæðar skoðanir sem eiga eftir að koma honum langt í Sjálfstæðisflokknum. Um leið og óska Sigurði Kára og Birnu allra heilla í baráttunni um fjórða sætið hvet ég Reykvíkinga að styðja kallinn.
Baráttu kveðja.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home