Stuðningsmenn Ólafs í Mörk óku hratt með atvkæðin aftan á vörubílspalli og flautuðu á þá, sem illa voru ríðandi.
fimmtudagur, september 04, 2008
Brúðkaupsafmæli
Á þessum degi fyrir nákvælega 4 árum gerðist sá merkisatburður að við Guðný skakklöppuðumst upp að altarinu eftir 15 ára reysluakstur. 4 ára brúðkaupsafmæli er kennt við blóm. Maður þarf víst að rækta garðinn sinn til að hann blómgist svo það er allt eins víst að maður sái einhverjum fræjum í kvöld.
Þorri er fæddur í Reykjavík á þorranum árið 1972 en á ættir sínar að rekja undir Eyjafjöll. Þorri er yngstur barna hjónanna Áslaugar Ólafsdóttur frá Stóru-Mörk og Ólafs Auðunssonar fá Ysta-Skála. Systkini Þorra eru Guðrún, Auður og Ólafur Haukur. Olafssonbrother er skírskotun til hins frábæra fjöllistahóps "The Olafssonbroters" sem þeir bræður skipa en hafa þó ekki komið saman enn sem komið er.
Þorri er giftur Guðnýju Gísladóttur og eiga þau þrjú börn, dóttur sem heitir Kolbrún Þöll, soninn Óliver Gísla og Þorkötlu Eik. Svo á Kolbrún Þöll heimilisköttinn Bimba. Fjölskyldan býr í Garðabæ en þangað á Guðný rætur sínar að rekja því faðir Guðnýjar, Gísli Vilmundarson, var uppalinn í Króki í Garðaholti. Móðir Guðnýjar er Sigríður Stefánsdóttir hin síunga.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home