föstudagur, september 26, 2008

Veiðitölur

Skrapp í veiðitúr með karlpeningi Matarklúbbsins Auminar fyrr í þessum mánuði.
Til var þessi bragur að honum loknum og segir hann meira mörg orð.
Skýringar fást ekki við innihaldinu.

Af melónum menn sér hreykja
og matinn kunna að steikja.
Veiðin var dræm,
en vínin ei slæm.
Laxinn reyndist svo bleikja.

Helvítið hann Davíð skal teipa,
um hálsinn fast hann reipa.
Með falskan fald,
Árni Bald.
Þá báða í fötu skal steypa.

Á klækina kunnum nú skil,
og kræsingar hér um bil.
Í vetur ég lygg,
vex fiskur um hrygg.
Net legg í fjandans hyl.

Kveðja,
Þorri.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home