Fimleikastjarnan
Kolbrún Þöll tók sig til í haust og sagði skilið við Fimleikafélagið Björk og gekk til liðs við Stjörnuna. Hún ákvað einnig að hætta í áhaldafimleikum og byrja þess í stað í hópfimleikum eins og frænka hennar hún Ragna Björk. Árangurinn er strax farinn að koma í ljós því í dag var hennar fyrsta keppni með Stjörnunni. Haustmót var haldið í Ásgarði um helgina og kepptu stúlkurnar við stöllur sínar vítt og breitt um landið. Hennar hópur, Stjanan 3, gerði sér lítið fyrir og vann gullverðlaun á trampólíni auk þess að fá bronsverðlaun í samanlögðum árangri á dínu, gólfi og trampólíni. Til hamingju með árangurinn stelpur. Áfram Stjarnan.
Kveðja,
Þorri.



1 Comments:
Gaman að heyra þetta, Til hamingju með það, Kolbrún Þöll. Ég veit að þú stendur þig áfram vel og verður Stjörninni til sóma. Kveðja, amma grey
Skrifa ummæli
<< Home