laugardagur, nóvember 22, 2008

Fimleikastjarnan


Kolbrún Þöll tók sig til í haust og sagði skilið við Fimleikafélagið Björk og gekk til liðs við Stjörnuna. Hún ákvað einnig að hætta í áhaldafimleikum og byrja þess í stað í hópfimleikum eins og frænka hennar hún Ragna Björk. Árangurinn er strax farinn að koma í ljós því í dag var hennar fyrsta keppni með Stjörnunni. Haustmót var haldið í Ásgarði um helgina og kepptu stúlkurnar við stöllur sínar vítt og breitt um landið. Hennar hópur, Stjanan 3, gerði sér lítið fyrir og vann gullverðlaun á trampólíni auk þess að fá bronsverðlaun í samanlögðum árangri á dínu, gólfi og trampólíni. Til hamingju með árangurinn stelpur. Áfram Stjarnan.

Kveðja,
Þorri.
Posted by Picasa

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra þetta, Til hamingju með það, Kolbrún Þöll. Ég veit að þú stendur þig áfram vel og verður Stjörninni til sóma. Kveðja, amma grey

mánudagur, nóvember 24, 2008 6:04:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home