fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Imperium Britannicum

Ég hef verið að dunda mér við að lesa kvæðasafn Steins Steinarrs undanfarna daga. Einkum sökum þess að 100 ára fæðingarafmæli hans var þann 13. októbers sl. Einnig vegna þess að hann er kíminn í kveðskap sínum og ekki veitir af, að geta fært að minnsta kosti annað munnvikið upp fyrir efri vörina, á þessum síðustu og vestu tímum. Sagt er að sagan endurtaki sig og í því skyni vakti athygli mína kvæðið Imperium Britannicum sem kom út í ljóðabókinni Ferð án fyrirheits, árið 1942. Í ljósi nýliðinna atburða í efnahagsmálum og milliríkjadeilu þá á þetta allt eins við núna tæpum 70 árum síðar.

Imperium Britannicum

Þín sekt er uppvís, afbrot mörg og stór,
og enginn kom að verja málstað þinn,
ó, græna jörð, þar Shakespeare forðum fór
til fundar við hinn leynda ástvin sinn.

Þú brennur upp, þér gefast engin grið,
og geigvænt bál þú hefur öðrum kynt.
Ó, lát þér hægt, þótt lánist stundarbið.
Að lokum borgast allt í sömu mynt.

Og jafnvel þótt á heimsins ystu nöf
þú næðir þrælataki á heimskum lýð,
það var til einskis, veldur stuttri töf.
Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð.

Kveðja,
Þorri.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home