
Í dag á Kolbrún Þöll afmæli. Hún er orðin 9 ára og aldrei verið glaðari. Hún er búin að vera að telja niður dagana frá því skólinn byrjaði aftur í haust. Hún er mikið afmælisbarn og vill láta stjana í kringum sig eins og sömn prinsessa. Henni var fært í rúmið í morgun og fékk pakka frá mömmu og pabba og einn lítinn frá Óliver Gísla. Bimbi kom líka færandi hendi en í nótt kom hann með mús inn og lagði snyrtilega á stofugólfið. Hún hafði reyndar misst höfuðið í kjaft kisa en annars voða fín.
Til hamingju með afmælið Kolbrún Þöll.
Kveðja,
Þorri.
Efnisorð: Desember 2008
1 Comments:
Sæt mynd af skvísunni :-)
kv. Elín
Skrifa ummæli
<< Home