Í dag eru liðin 90 ár frá því Ísland fékk fullveldi og losnaði undan kúgun og ofríki Dana. Einvern veginn er stemmingin sú þessa dagana að það liggur við að maður óski þess að það hafi aldrei átt sér stað. Eða hvað? Það tók okkur mörg hundruð ár að losna undan hæl Danaveldis en 90 ár að skíta þannig í okkar eigin nærbrækur að við þurfum aðstoð við að láta skipta á okkur og bera græðandi krem á óæðri endann. Svo illa brend erum við og skítalyktin verður ekki farin fyrr en haustlægðinar koma næstu árin. Við lærum kannski það af þessu að það er betra að fá lyf við magaverk áður en það er um seinan. En nú við þurfum að bera bleyju næstu misserin.
Litli drengurinn hér á bæ virðist taka þetta ansi nærri sér. Ég hef aldrei séð aðrar eins hægðir frá litlu barni. Svo ekki sé talað um lyktina. En svona er nú lífið. Það sem maður lætur ofan í sig þarf víst að komast út aftur.
Rjúpnaveiðitímabilið þetta árið kláraðist í gær. Það gekk upp og ofan. Ég hæfði sex kvikindi og kötturinn fékk eina. Það er orðinn árviss atburður líkt og í fyrra. Kettinum var ekki meint af og ekki fékk hann í magann.
Konan hefur aftur á móti fengið magaverki á haustmánuðum en það kemur til af góðu.
Kveðja,
Þorri.
Efnisorð: Desember 2008
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home