miðvikudagur, desember 03, 2008

Pólitískt landslag

Förunautum Framsóknar,
fækkar líkt og bændum.
Fléttur semja ansi flóknar,
flokkseigendur frændum.

Hvar eru herrar Frjálslyndra?
Hátt ei lætur róminn.
Þrætur þeirra og mislyndra,
þjóðin mun fella dóminn.

Vinstri grænir vaknaðir,
vonlaus þjóð þá hittir.
Aftur á móti klónaðir
afturhaldskommatittir.

Samfylkingin siglir nett,
milli skers og báru.
Hljómar heldur ekki rétt,
með harla lítið á kláru.

Frjálshyggjan fraus í botn,
finnst nú á höggstokknum.
Klíkan komin á hafsbotn,
kraumar í Sjálfstæðisflokknum.

Ort í tilefni nýrrar skoðunarkönnunar á fylgi stjórnmálaflokkanna.

Kveðja,
Þorri.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home