Um daginn og veginn

Það er ekki laust við að maður sé með fiðring í tánum og ekki síst í vísifingri hægrihandar. Rjúpan byrjar á sunnudaginn og kallin ætlar að leggja snemma í hann og merkja sér svæði. Ég á nú von á að það verði traffík á heiðum landsins þó veðurspáin sé ekkert sérlega sexý. Maður verður að færa björg í bú þó á móti blási.
Í fréttum í dag er nú ekki margt krassandi. Dóppartý var leyst upp í austurbæ Kópavogs og Villi Vill ætlar að stofna friðarelítu í Höfða. Er hann í framboði?
Ég horfði á aumigjans kallinn hann Hemma Gunn í gærkvöldi. Ég verð nú að segja það að aumingjahrollurinn var varla farinn úr mér þegar ég vaknaði í morgun. Er ekki kominn tími á að skipta honum útaf. Hann á frekar að vera að stjórna félagsvist á Hrafnistu með Ragga Bjarna. Ég gef þessum þætti þrjár vikur í viðbót.
Að lokum vill ég vekja athygli á því að hægt er að leggja inn athugasemd við hvern pistil með því að kklikka á "comment". Mér finnst ég vera tala við sjálfan mig hérna. Ég hóta að hætta skrifum mínum fái ég ekki viðbrögð.
Hilsen.
Efnisorð: Október 2006
1 Comments:
Fínn pistill.
Skrifa ummæli
<< Home