
Föstudaginn fyrir viku þann 13. júlí hefði hann karl faðir minn orðið 73 ára ef hann hefði ekki þurft að fara yfir hinumegin í maí sl. Af því tilefni héldum við fjölskyldan upp á afmælisdaginn hans á æskuheimili hans Ysta-Skála. Þetta var heljarinar veisla með lambalærum og Bjöllu. Bjallan er reyndar ófáanleg í einokunarversluninni en mamma sérpantaði eina slíka flösku sérstaklega af þessu tilefni. Kellingin klikkar ekki á aðalatriðunum. Af þessu tilefni var tekin líka þessi fína mynd af okkur systkynum og ættmóðurinni í eldhúsinu á Skála.
Skál pabbi.
Þorri.
Efnisorð: Júlí 2007
1 Comments:
Það er satt, þetta er hin besta mynd og ég er greinilega orðin minnst. Nú er ég komin úr æfintýraferðinni um suðurland með harðsperrur eftir að hafa vaðið í kunnuglegum ám í Langanesi og keifað upp með Fjaðurárgili. Nota helgina til að jafna mig. Kerlingin
Skrifa ummæli
<< Home