Nú er árangur þess að lyggja ekki alltaf kyrr kominn í ljós. Þann 13. júní kl. 20:29 kom í heiminn líka þessi fjallmyndarlegi drengur. Hann vó einungis 4735 grömm eða 19 merkur og 56 cm. Allt gekk þetta framar vonum og öllum heilsast vel. Kolbrún Þöll er afar kát með litla bróður en Bimbi hleypur út hið sanrasta þegar nýji fjölskyldumeðlimurinn hefur upp raust sína.
Læt fylgja eina stöku sem varð til á fæðingardeildinni skömmu fyrir fæðingu þessa draumaprins sem bendir til þess að ég hafi verið nokkuð viss í minni sök, bæði hvað varaðar kyn og myndugleika.
Hann feyknarlega fagur er
og fyrirmyndar drengur.
Af öðrum börnum af hér ber
og afbragðs góður fengur.
Svo tala bara myndirnar sínu máli



Hvað segið þið....kippir hann í kynið?
Bestu kveðjur.
Efnisorð: Júní 2007
1 Comments:
Innilegar hamingjuóskir til ykkar allra. Glæsilegur drengur og greinilega vel í hann lagt, enda pabbinn verkmaður hinn mesti og mamman fegurðardrotting. Getur ekki klikkað.
Kveðja,
Halli&Hulda
Skrifa ummæli
<< Home