Gini-stuðlar og innflytjendur
Það getur verið athyglisvert að fylgjast með slíkri orrahríð burt séð frá málefninu heldur bara út frá því sjónarmiði hvernig menn bregðast við orðum hvers annars. Þessa dagana eru keppt á tveimur vígstöðvum um ólík málefni.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Stefán Ólafsson hafa nú í vetur lagt á sig mikla vinnu til að leiða sannleikann í ljós um útreikninga á Gini-stuðlum, en þeir gefa hugmynd um hvort ójöfnuður hafi aukist eða minnkað milli tekjuhópa í samfélaginu. Ég verð að viðurkenna það að ég hef engan áhuga á Gini-stuðlum og veit ekki hvernig á að reikna þá út en mikið andskoti geta þessir menn verið miklir þverhausar. Þetta er sagan endalausa.
Annað mál sem er fremur eldfimara og þar af leiðandi áhugaverðara er umræðan um innflytjendur. Frjáslyndi flokkurinn hætti sér út á þennan þunna ís og það má segja að það hafi ekki verið nein breiðfylking sem hafi fylgt þeim hingað til. Eiríkur Bergmann Einarsson hefur greinilega gaman af því að espa Frjálslynda til rökræðunnar og þá hefur Jón Magnússon oftast orðið fyrstur til andsvara ásamt Magnúsi Þór Hafsteinsssyni. Þetta er hin sagan endalausa.
Áhugavert eða hvað?
Bless í bili.
Efnisorð: Apríl 2007

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home