Fjöldkyldan bjó sig undir X-Factor keppnina með tilheyrandi sælgætisáti fyrir farman kassann í gærkvöldi. Við gerðum okkur ferð í hina marg rómuðu verslun 10-11 og ætluðum að fylla nokkra nammipoka af nammibarnum. Var mér þá litið á verðmiðann sem var ansi hátt á veggnum og leturstærðin af þeirri stærð að mjög aðveldlega var hægt að láta það fram hjá sér fara. Á því stóð 1.374 fyrir 100 g. Það er að segja,
13.740 krónur fyrir kílóið af nammi. Við létum okkur nægja tvö lítil súkkulaðistykki og lakkrískúlur og borguðum 438 kr. að mig minnir og það var líka svona svakalega gott.
Verða að fara að hætta þessu. Liverpool - Arsenal er að fara að byrja og þar þurfa menn að hefna fyrir ansi marga hluti í vetur.
Góðar stundir.
Efnisorð: Mars 2007
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home