Krufning daganna
Ég lauk við Innansveitarkróniku eftri Laxness fyrir nokkru. Hún er að mörgu leiti merkileg saga enda eiga efnsitökin stoð í raunveruleikanum eins og margar bækur hans. Hún fjallar um deilur í Mosfellssveit vegna niðurrifs á kirkju. Bókin er fín en ber þess merki að hún sé skrifuð á seinni hluta ferilsins. Sannarlega ekki hans besta bók en Laxness er alltaf Laxness.
Ég fletti einu blaðanna í morgun sem hér hrúgast inn um lúguna daglega og komst að því að nýja plata Megasar, Frágangur, er komin út. Ég fór í dag og tryggði mér eintaka af þessu nýja afsprengi meistarans og keypti svo sannarlega ekki köttinn í sekknum. Þetta er hreint út sagt frábær plata hjá kallinum og enginn ætti að verða svikinn af henni. Meistaraverk.
Aðeins úr menningunni í ómenninguna. Ég fór á bensínstöð í kvöld til að sækja gasfyllingu á grillið. Þar voru tveir á undan mér og báðir að versla pylsur með rækjusalati fyrir alla fjölskylduna eins lystugt og það nú hljómar. Þarna var ein kona að afgreiða og hafði varla við að sletta majonesmettuðum rækjum í pylsubrauðin. Er þetta það sem koma skal á bensínstöðunum? Þá óska ég eftir því að geta keypt gas og olíu í drive thru lúgunni á McDonalds.
Annars eru allir þokkalega hressir hér miðað við aldur og fyrri störf.
Farið varlega í majonesið.......yfir og út.
Efnisorð: Júlí 2007

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home