miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Bergstaðir 2007


Um verlsunarmannahelgina fórum við á Bergstaði þar sem fjölskylda Guðnýjar kom saman og gerði sér glaðan dag í blíðskaparveðri. Farið var að vitja hestanna, farið var í sund og borðað saman auk þess sem veiðimenn renndu fyrir fisk í Tungufljóti. Þetta fór allt vel fram og engin slys á fólki eða málleysingjum. Einnig hélt Bergstaðafélagið upp á 40 ára afmæli á sunnudeginum. Skipt var á sýru í Sýrukerinu eins og vant er um verlsunarmannahelgina auk þess sem farið var í leiki og grillað saman. Þetta var gríðarlega vel heppnað í alla staði. Tekin var mynd af systkynum Guðnýjar með ættmóður þeirra við þetta tækifæri. Þið getið svo dæmt um það hvort mín eða hennar fjölskylda er myndarlegri með því að skoða færslu frá því 20. júlí. Pétur og börn komu svo á sunnudeginum þegar önnur ættmenni Guðyjar voru farin og áttum við notarlega stund saman með varðeldi og grilluðum sykurpúðum. Fleiri myndir frá helginni eru komnar í myndaalbúmið.

Kveðja,
Þorri

Efnisorð:

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mér sýnist vera jafnræði með ykkur hjónum. Mamma

laugardagur, ágúst 11, 2007 5:37:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home