Stuðningsmenn Ólafs í Mörk óku hratt með atvkæðin aftan á vörubílspalli og flautuðu á þá, sem illa voru ríðandi.
sunnudagur, ágúst 19, 2007
Það er komið að því
Góðir hálsar. Það er komið að því. Núna erum við Pétur að fara að leggja í hann austur á land, gerast barbarar og lifa á landsins gæðum. Guðný, Kolbrún Þöll, Stubbur og Bimbi gæta hvors annars á meðan. Veiðisagan kemur síðar.
Þorri er fæddur í Reykjavík á þorranum árið 1972 en á ættir sínar að rekja undir Eyjafjöll. Þorri er yngstur barna hjónanna Áslaugar Ólafsdóttur frá Stóru-Mörk og Ólafs Auðunssonar fá Ysta-Skála. Systkini Þorra eru Guðrún, Auður og Ólafur Haukur. Olafssonbrother er skírskotun til hins frábæra fjöllistahóps "The Olafssonbroters" sem þeir bræður skipa en hafa þó ekki komið saman enn sem komið er.
Þorri er giftur Guðnýju Gísladóttur og eiga þau þrjú börn, dóttur sem heitir Kolbrún Þöll, soninn Óliver Gísla og Þorkötlu Eik. Svo á Kolbrún Þöll heimilisköttinn Bimba. Fjölskyldan býr í Garðabæ en þangað á Guðný rætur sínar að rekja því faðir Guðnýjar, Gísli Vilmundarson, var uppalinn í Króki í Garðaholti. Móðir Guðnýjar er Sigríður Stefánsdóttir hin síunga.
1 Comments:
Mér þykir þú æði vígalegur. Nú mega hreindýr og gæsir fara að vara sig.Passaðu þig fyrir alla muni. Kellingin
Skrifa ummæli
<< Home