miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Miðið stillt


Undanfarna daga hefur staðið fyrir undirbúningur fyrir veiðiferð okkar Péturs austur á Hérað. Fyrir liggur að fella eina hreindýrskú á svæði 2 mánudaginn nk. og í framhaldi af því verður haldið til veiða á heiðagæs í nokkra daga. Undirbúningurinn fellst meðal annars í því að stilla inn kíkinn á byssunni og höfum við farið á skotsvæðið við Hafnir til þess og skotið einnig á leirdúfur. Núna er allt að verða klárt og bara eftir að fylla á skotfærabirgðirnar. Eftirvæntingin er slík að maður er hættur að sofa af spenningi og ef maður kemur á dúr þá ér ekki laust við að manni dreymi svartan himinni af gæs og hjarðir hreindýra á harðaspretti svo jörðin skelfur undir fótum þeirra. Rafnarök eru í vændum á austurlandi þegar veiðimenn halda til veiða á gæs í upphafi gæsatímabils og jurtaríkið skýtur rótum til himins er djöfulgangurinn byrjar. Þetta verðu bara gaman um leið og fyllsta öryggis verður gætt. Vonandi verður maður með eitthvað á grillið við heimkomu. Meira af þessu síðar.
Kveðja,
Þorri

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home