laugardagur, ágúst 11, 2007

Hlaup og göngur

Ég er lítið fyrir að ganga. Ég meira að segja fer á bílum út í 10-11 hérna 150 metrum frá eftir mjólkurfernu. Ég hreyfi mig ekki mikið yfirleitt eftir að ég lagði skóna á hilluna. Finnst eins og ég hafi verið búinn að hlaupa fyrir lífið. Ég fór reyndar út að hlaupa í morgun og komst að því ég anda með rassgatinu, í slíkt lélegu ásigkomulagi er ég. Það er hressandi að hlaupa en mikið djöfulli er það leiðinlegt, ég var bara búinn að gleyma því. Ætla samt aftur í fyrramálið.....ef ég nenni.

Íslendigar eru almennt ginkeyptir fyrir gögnuferðum. Fólk flykkist um fjöll og fyrnindi á tveimur jafnfljótum þótt fólk sé misjafnt til fótana og komið fram yfir miðjan aldur. Áður fyrr gekk fólk Keflavíkurgöngur, 1.maí göngur og 17. júní göngur í miklu meira mæli en fólk gerir nú. En tímarnir breytast og mennirnir með. Nú fer fólk í fjallgöngur og göngur samkynhneigðra. Það þykir flottara. Ég er ekki alveg á þeim buxunum.

Við hjónin erum þó að spá í að fara út að ganga í kvöld ef Amma Sigga nennir að líta eftir dýrunum okkar augnablik.

Gangi ykkur allt í haginn.
Þorri

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home