mánudagur, ágúst 27, 2007

Jólasteikin komin í hús


Jæja, allt gekk þetta eins og í sögu hjá okkur félögum. Við keyrðum suðurleiðina austur og komum við hjá Óla Hauk og Sigrúnu í Letilaut en þar hafði farið fram Kolefnisjöfnunarhátíðin þetta árið og Óli sendi þessa stöku stuttu eftir þá heimsókn.


Notadjúgt er nefið
er nasa skal upp fraukur.
Tóbaki er gott að troða
en tómur er nú baukur

Á leið yfir Öxi var til þessi hjá mér.

Spegilsléttum sænum
skartar við Berufjörð.
Blikar ljós í Bænum
blunda lömb við fjallaskörð.

Mamma sendi þessa til baka.

Hirtir vappa í hlíðunum
í Hrafnkelsdalnum.
Læðast menn í lautunum,
liggja kýr í valnum.

Og hjónin í Hafnarfiðinum sendu þessa.

Þunnt er piss í lænum,
kúkurinn lambaspörð.
Hlaðið fullt af hænum,
lífsbaráttan er hörð.

Og Auður systir var við veiðar einnig og sendi þessa.

Fjórir fiskar að landi,
frúin setti í þrjá.
Sæl að sá sjúkdómsfjandi
skuli mig ekki hrjá.

Við komum að Vaðbrekku í Hrafnkelsdal á miðnætti á sunnudagskvöldinu 19. ágúst. Þar hittum við fyrir leiðsögumann okkar hann Sigurð Aðalsteinsson. Eftir að hafa kynnst honum þá er manni ljóst að þar er á ferð orginal sveitamaður. Hann borðar hafragraut með kvart pela af rjóma útá í morgunmat ásamt vænum gúllara af lýsi. Spænir svo í sig sitt á hvað, trekvat meter af hrossabjúgum, saltkjöti eða súru slátri í kvöldmat. Þess á milli lifir hann á smjöri sem hann etur líkt og barn borðar rjómaís og fær aldrei nóg. Auk þess drekkur hann slíkt magn af diet kók yfir daginn að mann setur hljóðann. Þessi maður þarf jú orku til að lifa af tveggja mánaða törn við labb uppi á Fljótsdalsheiði eftir hreindýrium. Sigurður hefur veitt hreindýr frá unga aldri enda alinn upp við það og þekkir þetta allt út og inn líkt og faðir hans Aðalsteinn Aðalsteinsson. Aðalsteinn hefur veitt hreindýr frá 14 ára aldri og er nú 75 ára og er enn í fullu fjöri við leiðsögn. Sigurður kann ófáar sögurnar og er gríðarlega meðvitaður um hvað hann er að gera og næmur á umkverfi sitt og afar skemmtilegur fýr. Á Vaðbrekku er ekki stundaður búskapur nú en húsið er notað fyrir menn sem koma og veiða hreindýr frá Vaðbrekku. Þarna er vanalega markt um veiðimanninn og menn skiptast á sögum yfir nokkrum köldum á kvöldin. Við tókum daginn bara róléga til að byrja með á mánudagsmorgningum og héldum af stað kl. 10:30 Eftir 18 km labb í 19 stiga hita varð okkur loks eitthvað ágengt við Bessastaðavötn. Um sex leytið um kvöldið hæfði ég kúna í lúngað af 160 metra færi. Kálfinum náði ég ekki enda var það undarleg tilfinning að horfa upp á kálfinn fylgjast með láti móður sinnar. En ekkert væl og skæl. Kvikindið var opnað og belgurinn tekinn út skrokknum skellt á bakið labbað í bílinn. Skrokkurinn var fleginn á Vaðbrekku og vóg hann 40 kg. Um kvöldið skálaði ég í slatta af XO á meðan Pétur fór í sandalana og drakk hvítvín eins og skólastelpa og til var þessi vísa.

Í einum hvell, kýrin féll
afkvæmið horfði á.
Mitt hjarta sem svell, nei heyrðist þar smell,
huglaus er drengurinn sá.

Mágur minn og svilkona í Hafnarfirðinum voru ekki lengi að auka á tilfinningar mínar vegna þessa og sendu þetta um hæl.

Morðóður maður
hugsar ei meir
hvort hjarsláttur hraður
eykst þegar dýrið deyr

Lítill kálfur
móðurlaus og meir
er varla hann sjálfur
þegar móðir hans deyr.

Þriðjudag og miðvikudag þvældumst við um og fundum okkur líklega staði til veiða á heiðagæs. Minna varð um veiði en væntingar stóðu til en þó féllu fjögur stykki í valinn. Þetta var allt massa gaman.

Núna er allt komið í frystir en til þess þurfti að losa um gamlar birgðir og því höfðum við gæs í kvöldmatinn í kvöld sem kvaddi þetta tilverustig í fyrra haust. Maður er bara eins og Lýður Oddsson.

Fimmtudaginn nk. er svo ferðinni heitið inní Ísafjarðardjúp í Langadalsá með karlpeningnum í matarklúbbnum Auminar en þar ætlum við að grisja laxastofninn og fá okkur tvo bjóra.........

Veiðikveðja,
Þorri.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home