
Í dag 4. september eigum við Guðný þriggja ára brúðkaupsafmæli. Heiti þessa afmælis er kennt við leður. Fyrir hjónabandið eignuðumst við Kolbrúnu Þöll í synd en afrakstur hjónabandsins hefur þegar gefið okkur dreng sem fær nafn nk. laugardag þann 8. september á afmælisdegi Guðnýjar. Við höfum þegar eytt meira en hálfri ævi okkar saman og veit það á gott.
Kannski að maður mýki leðrið í tilefni dagsins.
Kveðja,
Þorri leðurmaður.
Efnisorð: September 2007
1 Comments:
Til hamingju, þó seint sé. Allir ánægðir með ráðahaginn eftir myndinni að dæma. Kveðja, Kellingin
Skrifa ummæli
<< Home