Tíðindalítið á vesturvígstöðvunum
Óliver Gísli varð ansi lasinn seinni part janúar og var laður inn á barnadeild Landsítalans í þrjár nætur vegna vírus í lungum. Reyndar held ég að að hjúkkurnar hafi ekki viljað útskrifa hann strax því þær voru alveg vitlausar í hann. Hann er orðinn hinn hressasti og brosir bara sínu breiðasta.
Kallinn varð 36 ára um daginn og þakka ég allan hlýhug og kveðjur sem því fylgdi. Ég segi nú bara að það er nú í góðu lagi að vera 36 þegar maður lítur út fyrir að vera 26.
"Geð"veikur meirihluti tók völdin í Reykjavík á dögunum sem varð til þess að landið ætlaði um koll að keyra. Spaugstofan hefur gert þessu afar góð skil og er engu við það að bæta. Eftir stendur í mínum huga að flest allir stjórnmálamenn eru fífl. Þeir ljúga hver að öðrum og almenningi og láta siðferði og pólitíska réttlætiskennd sig engu máli skipta þegar á hólminn er komið til þess eins að ná völdum. Ég treysti þeim jafn lítið og lélegum bílasölum.
Af sjálfum mér er að það annars að frétta að ég hef sagt skilið við minn vinnustað líkt og fleiri sem þar unnu. Ástæður þess verða ekki raktar hér en maður er reynslunni ríkari eftir þennan tíma. Ég hef hafið störf hjá félagi sem heitir Klettás sem er framsækið fasteignafélag og mun ég vinna að verkefnastjórnun og hönnursjórnum á þeim bænum. Það eru því bara bjartir tímar framundan.
Geðveikar kveðjur,
Þorri.
Efnisorð: Febrúar 2008
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home