
Dagur íslenskrar tungu var haldinn í gær á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar eins og endra nær. Nú brá svo við kallinn átti 200 ára fæðingarafmæli og af því tilefni hefur verið gefið út veggspjald á vefnum með vangamynd af þjóðskáldinu. Þessi mynd samanstendur af 816 náttúrumyndum sem hver um sig vísa á náttúruljóð eftir önnur íslensk skáld. Ég var að skoða þetta mér til skemmtunar og rambaði þá á ömmu gömlu í auganu á meistaranum. Þar er að finna þuluna "Blómin vaxa á bæjunum" eftir ömmu. Guðrún Auðunsdóttir húsfreyja í Stóru-Mörk lifir enn, þökk sé Jónasi sem sennilega hefur haft auga fyrir góðum skáldskap.
Efnisorð: Nóvember 2007
2 Comments:
Ég hef skoðað vefinn og er mjög ánægð og hreykin að nafni þeirrar gömlu er þannig haldið á lofti.En ég hef einhvernvegin ekki fundið þuluna með að klikka á augað. En finn þuluna öðruvísi. Á kannski að hægri smella?Ér svo lítið fyrir að hægri smella. Var að skoða bruðkaupsmyndir aldarinnar. Hver var svaramaður IP? Sú gamla.
Hrafninn í augabrúninni, D - 20
Skrifa ummæli
<< Home