Mamma og pabbi voru dugleg að ferðast um heiminn áður en pabbi dó. Einatt lentu þau í ævintýrum í þessum ferðum. Þau voru t.d. rænd í kirkjum og á torgum víða um heim og einu sinni ökklabrotnaði sú gamla á Hjaltlandseyjum. Mamma lætur þó ekki deigan síga og heldur uppteknum hætti þó pabbi sé ekki með í för. Um daginn var hún í Madrid á Spáni með Guðrúnu og Áslaugu Rún. Þar afrekaði hún það að láta ræna sig meðan hún svaf. Núna er mamma gamla farin til Kúbu með Óla Hauk og Sigrúnu. Hún sendi mér fyrripart s.l. nótt sem ég botnaði um hæl þar sem ég svaf laust sökum veikinda Ólivers Gísla.
Á Kúbu er ræktuð kaffibaun,
karlar reykja vindla.
Flestir fá þar skítalaun,
á ferðalöngum svindla.
Það verður spennandi að heyra hverju hefur verið stolið af henni í þessari reisu.
Rándýr kveðja,
Þorri.
Efnisorð: Nóvember 2007
1 Comments:
Betur tókst til í þetta sinn en oft áður, engu stolið og engu týnt, en það var nú ábyggilega vegna sérstakrar aðgæslu Sigrúnar, sem passaði upp á þegar
ég skildi eitthvað eftir í hirðuleysi.
Betur tókst til í þetta sinn en stundum áður. Engu stolið og engu týnt, enda hirti Sigrún alltaf upp eftir mig hlutina, sem ég skildi víða eftir í hirðuleysi.Engar spítalasögur heldur og engar aðrar hrakfarir nema ef vera skildi þegar ég ku hafa kastað mér (óvart) í fang aldraðs,mjóslegins tannlauss blökkumanns. Eg var satt að segja hálfhrædd un að ég hefði handleggsbrotið hann því hann skrækti hátt. En þegar ég hafði strokið honum upp allan handlegginn og gefið honum smá aur var hann alveg sáttur og brosti svo skein í tanngarðinn. Mín reynsla er sú, að ekki séu til hættuminni menn, en þeir sem eru örsnauðir, gamlir og tannlausir.
Ódýr kveðja, Mamma
Skrifa ummæli
<< Home