Eftir röska klukkustund verður flautað til leiks á Parken í leik Dana og Íslendinga. Það hefur sitthvað gengið á síðan hópurinn var fyrst valinn. Jói Kalli þurfti að daraga sig út sökum sýkingar í maga. Eiður Smári dró sig líka út úr hópnum af persónulegum ástæðum og svo kjötaði Hemmi aðstoðarþjálfarann í samtuði þannig að minn fyrrum þjálfari lá óvígur eftir með brotið viðbein. Þetta verður fróðlegur leikur. Ég spái 3-0 fyrir Dani.
Kv.
Þorri.
Efnisorð: Nóvember 2007
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home