þriðjudagur, nóvember 13, 2007

Íslenska landsliðið í tuðrusparki

Þá hefur nýráðinn landsliðsþjálfari valið sinn fyrsta landsliðshóp. Ég hef í seinni tíð orðið æ meri aðdáandi Óla Jó. sem knattspyrnuþjálfara enda hefur hann náð frábærum árangri sem slíkur með FH liðið undanfarin ár. Ég spáði rétt til um hver tæki við starfinu eftir að Eyjólfur tók pokann sinn og kom ráðning KSÍ mér ekki á óvart. En það er þó sitthvað við þennan fyrsta landsliðshóp að athuga að mínu mati. Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að ég virði val Óla og trúi því og treysti að valið sé byggt á faglegum grunni.

Arnar Þór Viðarsson. Ég get ekki orða bundist við það að sjá hann enn eina ferðina í landsliðshópnum. Hann er búinn að vera farþegi í þessu landsliði í fjölda ára að mínu mati en samt búinn að spila 52 landsleiki. Hann má eiga það að hann er vinnusamur og hefur átt fína spretti af og til en hver hefur ekki átt það?

Bjarni Þór Viðarsson. Þetta er afar efnilegur leikmaður sem hefur verið að banka á dyrnar hjá aðalliði Everton undanfarið og á framtíðina fyrir sér og á örugglega eftir að verða enn betri. En ég set spurningamerki við það að velja hann í landsliðið fyrir það að standa sig vel með varaliðinu . Er það nóg? Ég bara spyr.

Þess verður kannski ekki langt að bíða þess að Davíð Þór Viðarsson leikmaður FH verði fyrir valinu líka enda er hann bróðir þeirra beggja.

Þess má líka geta að Viðar Halldórsson, hinn mikli FH-ingur og félagi Óla Jó. , er faðir þeirra allra og situr í landsliðsnefnd.

Kveðja,
Þorri.

Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home