Í bernsku ólst ég upp við það að Guðrún systir mín spilaði og mærði Bubba Morthens sem mest hún gat, og gerir reyndar enn. Mér hefur alltaf síðan þá þótt gaman af Bubba og hlusta af og til á tónlist hans. Svartur Afgan er í miklu uppáhaldi hjá mér þó mér finnist útsetning og flutningur Magna Ásgeirssonar vera miklu betri en hjá höfundinum. Það er nú önnur saga. En nú er svo komið að maður getur vart opnað fyrir sjónvarp, útvarp, flett blöðum eða tímaritum nema að þurfa að rekast á Kónginn. Annað hvort í auglýsingum, sjónvarpsþáttum og viðtölum vekjandi athygli á sjálfum sér fyrir allt annað en það sem hann er þektastur fyrir, tónlist sína og flutning. Nýjasta brumið er "Bandið hans Bubba". Þar dæma misjafnlega vel greindir dómarar árangur misjafnlega góða söngvarar um það að komast í hljómsveit með Bubba. Þetta er algjört skita að mínu mati. Það fer um mann aumingjahrollur að verða vitni að þessu. Bubbi.....komdu frekar með barnaplötu frekar en að bjóða okkur upp á þetta á föstudagskvöldum.
Friður.
Þorri Skosthens.
Efnisorð: Febrúar 2008
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home