Um þessar mundir líður ekki sá fréttatími að ekki sé minnst á fall krónunar og lausnir í þeim efnum. Háværar raddir eru um það að innganga í Evrópusambandið sé það sem komi þjóðinni fyrir bestu og upptaka evru í stað krónu. Ekki ætla ég að leggja mat á það. Aftur á móti þykir mér furðu sæta hvaða rök eru lögð fram af mismunandi hagsmunahópum í umræðunni. Þeir sem eiga mikið undir sér í lánum í erlendum gjaldmiðlum eins og fjárfestar og stórfyrirtæki hugsa þetta bara út frá eigin hagsmunum til að lágmarka áhættufjárfestingar sínar. Meira að segja einstaka stjórnmálamenn hafa gengið svo langt að segja að ákvörðun um aðildarviðræður og innganga í Evrópusambandið og upptöku evru komi varla til greina þar sem það muni kljúfa heilu stjórnmálaflokkana vegna skoðanaágreinings innan flokka. Hverjum er ekki sama um það? Umræðan á að snúast um það hvað er hagsælast fyrir sauðsvartan almúgann í þessu landi og ekkert annað. Mínar hríðfallandi krónur þurfa að minnsta kosti málefnlegri rök áður en þeim verður skipt út fyrir annan gjaldmiðil að sinni.
Þorri.
Efnisorð: Mars 2008
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home