fimmtudagur, mars 13, 2008

Hagmæltir veiðimenn


Karlpeningurinn í hinum alræmda matarklubbi Auminar var að bera saman bækur sínar frá viðiferð s.l. hausts í þessari viku og skipuleggja þá næstu á komandi hausti. Myndir gengu á milli manna sem mér sýnist allar vera innan siðgæðismarka og ekki er laust við að sumar þeirra hafi fyllt upp í gloppótt minnið. Þetta var hin mesta skemmtun þó minna hafi verið um aflabrögð. Við náðum þó að slíta upp sex laxa, eina bleikju og eina blýfyllta tófu sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Sannir veiðimenn gorta sig gjarnan af afrekum sínum. Ég hóf leikinn með þessari stöku um leið og ég stimplaði mig inn í næstu veiðferð.

Ég er maður og eigi mús
má ég á það minna,
veiði bara lax með lús
og landa meðal hinna.

Flugmaðurinn Óli var ekki lengi að svara.

Á flugu Gummi fiska veiddi
fann hann hana í garði.
Hann lúsablesa við það reiddi
sem beita lambasparði.

Og ekki leið á löngu þar til Láki lét til skarar skríða.

Einn í bíl og bjórinn drekkur
annar á bakka og sjálfsviðingin sekkur .
Situr þar Þorri og dorgar á flugu
kom svo í ljós að Láki og hann lugu.

Gvendur smali vælir sekur
sjálfur eins og kerling ekur.
Verður síðan algjört keis
sumir halda ekki pókerfeis.

Það skal tekið fram að ástæður fyrir kveðskap þessum verður ekki gefin upp en þess skal þó getið að sá sem tók myndina var á bíl.
Þetta eru allt snillingar.

Kveðja,
Þorri.


Efnisorð:

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home