Dagur að kveldi kominn

Lagði af stað klukkan hálf sjö í morgun á vit ævintýranna með tveimur veiðifélögum mínum. Rjúpnaveiðitímabilið er hafið. Það mátti alveg merkja að spenningur væri í veiðimönnum því þvílíkur var straumurinn út úr bænum og hver í kapp við annan. Þeir fóru hart yfir sem dýrustu jeppunum óku. Við lulluðum þetta bara í rólegheitunum á Corollunni hans Þrándar nyrst í Norðurárdalinn og gengum upp á Holtavörðuheiði í slagveðurs rigningu og norðaustan blæstri. Við röltum þetta svona fram á miðjan dag en vorum orðnir helkaldir og blautir undir það síðasta. Árangurinn var 12 kvikindi í það heila sem skiptist jafnt. Þetta var hin skemmtilegasti túr og rjúpnaveiðin er alveg sérstök. Náttúran, dýralífið og heilsusamleg ganga í hreinu fjallalofti. Næst ætla ég að fara þegar snjór er komin í fjöll og heiðar, það gerir leikinn jafnari og skemmtilegri. Nú fer ég í heitt bað og læt konuna svo vinna fyrir jólamatnum.
Góða nótt.
Efnisorð: Október 2006
2 Comments:
Ég er fegin að þú ert ekki einn hinna 3ja rjúpnaskyttna, sem týndust í gær.4 rjúpur eru mátuleg veiði fyrir þann,sem á að reyta.Kveðja, Mamma
Jamm
Skrifa ummæli
<< Home