Pólitíkin
Ómar og Jakob Frímann eru komnir í sömu sveit, þó ekki hjómsveit. Það væri kannski betri hugmynd fyrir þá blessaða. Ráðskonan á þeim bænum verður Magga. Rétt upp hönd sem ætla að kjósa Ómar og félaga.......nákvæmlega enginn. Sumargleðin með Ómar, Ragga Bjarna, Hemma Gunn og Bjössa Bollu myndu fá meira fylgi. Framtíðarlandið samþykkti að fara ekki út í þingkosningar, heldur vera frekar þverpólitískur þrýstihópur utan sjórnmála með áherslu á umhverfisvernd. Ómar átti að láta þar við sitja. Segjum sem svo að Ómar verði kosinn á Alþingi og við þingsetningu í haust fari Katla að gjósa, hvert myndi hann fara þá? Hann á aldrei eftir að sitja kyrr í þingsal Alþingis. Nú hafa sest á hann allskonar snýkjudýr í þeirri von að ná fram langþráðum frama í stjórnmálum. Það þarf enginn að segja mér að Magga Sverris ætli sér að vera bara varafomaður Íslandshreyfingarinnar - lifandi land vegna þess að hún tapaði því kjöri í flokki Frjálslyndra fyrir skemmstu. Og hvað með Jakob Frímann? Fyrir hvað stendur hann í stjórnmálum? Allir rétti upp báðar hendur sem það vita. Nei, það er ekki von til þess að margar hendur fari á loft þegar hann veit það varla sjálfur. Ég spái því að Magga fari fram í Reykjavík Suður og reyni að ná sér niður á Jóni Magnússyni í Frjálslyndaflokknum. Hvorugt þeirra mun þó ná kjöri. Þetta verður dautt afl á kosninganótt.
Góða nótt.
Efnisorð: Mars 2007
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home