
Þá hefur öllum getgátum verið eytt og barnið loksins fengið nafnið sitt. Fyrir valinu var Óliver Gísli og held ég að enginn hafi haft rétt fyrir sér í getgátunum þó vissulega hafi margir verið nálægt því. Óliver er dregið af nafninu Ólafur sem flestir höfðu sennilega búist við að yrði fyrir valinu en merking þessara nafna er reyndar sú sama. Óliver eða Ólafur merkir sá sem best heldur uppi hefðum forfeðranna. Drengurinn heitir sem sagt í höfuðið á báðum öfum sínum sálugu. Guðný átti einnig afmæli í dag og því var þetta glæsilegur dagur í alla staði og heppnaðis ákaflega vel. Að þessu tilefni varð til þessi staka.
Oft er sumarið fer að hátta
við eigum okkar bestu stund.
Þó feðurnir séu farnir til nátta
fáum við börnin sem kæta okkar lund.
Kveðja,
Þorri
Efnisorð: September 2007
1 Comments:
Takk fyrir síðast og hamingjuóskir til ykkar allra, sérstklaega til Ólivers Gísla og Guðnýjar. Þetta var skemmtilegur dagur í alla staði, Óliver Gísli var svo mannalegur í kirkjunni, horfði rannsakandi fram og og skoðaði með athygli alla viðstadda.Hann bræddi hjörtu allra með sínum stóru, dökku augum. En ekki er enn ljóst hvort þau munu verða blá eða brún. Bestu kveðjur til ykkar allra í Arnarásnum og takk fyrir súpuna. Amma grey.
Skrifa ummæli
<< Home