þriðjudagur, október 09, 2007

Áramótasteikin


Jæja þá. Þá er búið að redda áramótasteikinni fyrir The Gíslason Famely. Við Pétur gerðum okkur ferð austur að Ysta Skála um helgina og vorum í góðu yfirlæti og átum íslenska kjötsúpu og drukkum nokkra bauka. Á laugardeginum og sunnudeginum lögðumst við fyrir á akri hjá honum Dodda á Svanavatni í Landeyjunum og skutum nokkrar gæsir í rjómablíðu. Gummi mágur minn var búinn að kveikja svo hressilega í okkur, því hann við félagi við aðra voru búinir að skjóta á annað hundrað gæsir á suðurlandi, svo við stóðumst ekki mátið drifum okkur austur. Þarna var gnægð gæsa en svolítið treg að koma niður en við höfðum 12 kvikindi upp úr krafsinu og undum við því bara vel enda er þetta ekki bara spurning um magn heldur gæði.


Til var þessi staka.

Glaðbeittir út á engi gengum
gleymdum heimsins glaum og prjáli.
Gæsirnar gráar skutum í lengjum
Gummi með 100, við 12 á strjáli.

Kveðja,
Þorri.

Efnisorð:

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð búralegir með veiðina og fögur og kunnugleg eru fjöllin í baksýn. Kv. Gamla

sunnudagur, október 14, 2007 10:04:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Satt segir þú. Við hefðum sjálfsagt skotið mun meira ef við hefðum ekki orðið dáleiddir af fjallasýninni "Við Fjöllin Blá".
Þorri.

sunnudagur, október 14, 2007 5:35:00 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Eða "Þar sem lyngið óx," en það er á þessum slóðum. Mamma

miðvikudagur, október 17, 2007 3:13:00 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home