Bjarnargreiði
Margir sjálfstæðismenn hafa litið á þetta sem léttan kinnhest á samstarfsflokkinn í ríkisstjórninni og að með þessu sé hann jafnvel líka að sýna forvera sínum í formannsstólnum töluverða vanvirðingu. Þau sjónarmið hafa líka komið fram að þetta sé bara kosningabomba sem sett sé fram til að afla flokknum fylgi því ekki veiti honum af.
Einn þessara sármóðguðu sjálfstæðismanna er Björn Bjarnason. Þessi geðstirði ráðherra sem má ekki vam sitt vita ritar á heimasíðu sinni http://www.bjorn.is/pistlar/nr/3806 grein þar sem hann tjáir sig sem endra nær um yfirlýsingar annara stjórnmálamanna og álitsgjafa. Þetta er í sjálfu sér ágæt grein en steininn tók nú alveg úr þegar hann segir "Ríkisstjórn Íslands eða einstakir ráðherrar innan hennar báru enga ábyrgð á innrásinni í Írak". Ég þurfti að lesa þetta aftur, ég trúði ekki að mannfýlan hafi sagt þetta. Ísland er á lista hinna staðföstu þjóða sem studdu innrásina http://www.whitehouse.gov/news/releases/2003/03/20030326-7.html. Hvernig getum við verið ábyrgðarlaus? Ef svo er þá erum vð líka samviskulaus. Ef ég gef samþykki mitt fyrir því að óbreyttir borgarar séu beittir óréttlæti ber ég þá enga ábyrgð á því? Björn reynir að réttlæta þetta með því að segja að innrásin myndir hvort sem er hafa verið gerð þó svo við hefðum ekki stutt hana og það hafi verið stærri ákvörðun að gera það ekki. Er ekki allt í lagi í hausnum á honum. Þetta snérist sem sagt bara um það að fara auðveldustu leiðina, ekki þá sem er rétt. Björn reynir að áfram að stinga hausnum ofan í sandinn þegar hann þylur upp hina ýmsu sjórnmálaleiðtoga í Evrópu sem studdu ekki innrásina og fyrir vikið séu þeir síður en svo vinsælli en aðrir kollegar þeirra. Aftur bendi ég á að þetta snýst ekki um að vera vinsæll heldur farsæll, taka farsælar og réttar ákvarðaniren ekki vinsælar.
Ég tel nú að Dóri hafi ekki kvatt íslensk sjórnmál með neinum glæsibrag, allavega ekki vinsæll. Ætli þau ríki og stjórnmálamenn sem voru andvíg innrásinni eins og Frakkar og Þjóðverjar prísi sig ekki sæla með að hafa tekið þá ákvörðun miðað við hvernig málum er nú háttað í Írak tæpum fjórum árum síðar. Það mætti segja mér að þeirra siðferðiskennd og samviska sé aðeins hreinni en Dabba og Dóra. En Dóri tók byltuna eftir að Dabbi gekk samviskulaus út með skykkjuna.
Nóg um það.
Efnisorð: Nóvember 2006
4 Comments:
Ert þú á leið inn á þing, eða hvað? Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta, en ég skil ekki alveg þetta með skykkjuna þarna síðast og ekki pabbi heldur. Mamma
Heyr heyr :-)
Helvíti góður Þorri. Þessi pistill á erindi á baksíðu Fréttablaðsins í staðin fyrir bullið í Þráni Bertels. Mamma, skykkja=hetja. Olderbrother.
Við gömlu skörin skiljum ekki allt, sem skrifað er á blogsíðum. Gunna vinkona mín í Skógum þakkar þessar skoðanir góðu uppeldi, en ég held að sem betur fer sé þetta áunnið. Er olderbrother nokkuð búinn að skipta um lið? Gamla
Skrifa ummæli
<< Home