Kallinn er vaknaður

Góða kvöldið.
Þetta er ekki sjörnuþoka í fjarlægu sólkerfi sem hér er á ferðinni.
Nei, Kallinn er ekki af baki dottinn hvað þetta varðar enda ávallt þéttur á hnakknum.
Við Guðný eigum von á okkar öðru barni í byrjun Júní 2007 og er það hér með gert opinbert.
Kolbrún Þöll er að springa úr monti því hún ætlar að verða Stóra Systir. Hún sagði okkur að hún hafi verið búin að veiða fiðrildi í langan tíma og óskað sér systkyni í hvert skipti svo hún hlyti að hafa búið barnið til líka. Hún sagði líka að maður á aldrei að gefast upp. Það er hverju orði sannara.
Öllum heilsast vel og meira að segja Bimbi hefur aldrei malað meira.
Góða nótt.
Efnisorð: Nóvember 2006
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home